Hugbúnaður PayAnalytics spratt upp úr þörf hjá stóru fjármálafyrirtæki, sem hafði komist að því að hjá því væri 8% launamunur, körlum í hag. Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs fyrirtækisins naut stuðnings stjórnar til að ná launabilinu niður. Hins vegar, ári síðar þegar mæling var gerð aftur kom í ljós að enginn breyting hafði orðið á. Fyrirtækið komst að þeirri niðurstöðu að góður ásetningur væri ekki nóg og að beita þyrfti markvissum gagnadrifnum aðferðum. Hann vildi góð svör svið spurningum eins og: Hver eiga að fá launahækkun? Hversu háar eiga launahækkanirnar að vera? Hvað munu þær kosta?
Hann gekk til liðs við Dr. Margréti Vilborgu Bjarnadóttur og Dr. David Anderson, fremstu sérfræðinga heims í launagreiningarmálum. Niðurstaðan úr samstarfi þeirra var PayAnalytics hugbúnaðurinn sem nú er notaður í yfir 75 löndum til að greina laun fyrir yfir 1,5 milljón manns, af fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum.
Í desember 2023 tilkynnti PayAnalytics samruna við svissneska hugbúnaðarfyrirtækisins beqom, en beqom býður upp á alhliða launalausn sem sameinar launastjórnun, frammistöðumat, sölustjórnun, og hvatakerfi.