Evróputilskipun um gagnsæi í launum | Sækja rafbók hér.
Víðir Ragnarsson til PayAnalytics
Víðir Ragnarsson hefur hafið störf hjá PayAnalytics og mun leiða ráðgjöf í jafnlaunamálum til erlendra viðskiptavina PayAnalytics og uppbyggingu á fræðsluefni.
Forstöðumaður Ráðgjafar er nýtt hlutverk hjá okkur en með því mætum við betur þörf erlendra fyrirtækja fyrir stuðning við fyrstu skrefin í jafnlaunamálum. Víðir mun þannig bæði byggja upp fræðsluefni sem viðskiptavinir PayAnalytics hafa aðgang að, efla tengsl og stuðning við ráðgjafastofur sem nota PayAnalytics, sem og sérsníða ráðgjöf að stærri erlendum viðskiptavinum, meðal annars til að tengja aðgerðir í jafnlaunamálum vel við aðrar jafnréttisaðgerðir.
Víðir hefur yfir tíu ára reynslu frá Orkuveitu Reykjavíkur meðal annars við stýringu jafnlaunakerfis og jafnréttismála, nú síðast sem verkefnastjóri OR samstæðunnar í jafnréttismálum.
Til viðbótar við ofangreint mun Víðir taka þátt í þróun, markaðssetningu og kynningu á PayAnalytics.
Við bjóðum Víði velkominn í PayAnalytics teymið!