Evróputilskipun um gagnsæi í launum | Sækja rafbók hér.

Margrét Vilborg stofnandi PayAnalytics í viðtali við Morgunvaktina á Rás 1
Einn af stofnendum PayAnalytics, Margrét Vilborg Bjarnadóttir, mætti í Morgunvaktina á Rás 1 í morgun og spjallaði við þau Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrúnu Hálfdánardóttur. Hún talaði um launajafnrétti, vegferð PayAnalytics og um nýlega 450 milljón króna fjárfestingu Eyris Vaxtar og Nýsköpunarsjóðs í PayAnalytics. Hún fór yfir hvernig fjárfestingin verður nýtt til að mæta mikilli eftirspurn með því meðal annars að tvöfalda þróunarteymið og byggja upp alþjóðlegt sölu- og markaðsteymi.