Evróputilskipun um gagnsæi í launum | Sækja rafbók hér.
Ný tilskipun ESB um launagagnsæi
Vorið 2023 samþykkti ESB nýja tilskipun um launagagnsæi. Aðildarríki þess þurfa að leiða hana í lög fyrir mitt ár 2026. Tilskipunin mun einnig eiga við Ísland vegna aðildar okkar að EES. Tilgangurinn er að tryggja jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf, óháð kyni.
Tilskipunin nær til vinnustaða þar sem 100 eða fleiri starfa, og er fjöldinn óháður starfshlutfalli eða ráðingamáta, og hún nær einnig til verktaka.
Umsækjendur um starf:
Skulu fá upplýsingar um byrjunarlaun og launabil starfsins.
Ekki má spyrja umsækjendur um fyrri eða núverandi laun.
Starfsfólk:
Getur óskað eftir upplýsingum um launadreifingu eftir kyni í sínu starfi.
Skal vera upplýst um þau viðmið sem notuð eru við ákvörðun launa og launahækkana á vinnustaðnum.
Skal taka þátt í að ákvarða þau viðmið sem vinnustaðir nota við launaákvarðanir.
Má segja frá launum sínum.
Vinnustaðir:
Skulu mæla og birta launamun karla og kvenna innan starfshópa.
Skulu tryggja að ofangreind viðmið séu skýr og feli ekki í sér mismun á milli kynja.
Skal lækka launamun sem mælist 5% eða hærri innan starfahóps innan 6 mánaða frá mælingu eða birta aðgerðaráætlun um hvernig skuli staðið að því.
Þarf að sanna að ekki sé brotið á starfsfólki í ágreiningsmálum um launajafnrétti.
Hvernig geta vinnustaðir undirbúið sig fyrir þessa nýju löggjöf?
Tryggja þarf að mat á störfum sé óháð kynbundnum þáttum.
Vinnuveitendur þurfa að geta veitt upplýsingar um launaspannir og meðaltöl einstaklinga og hópa.
Tryggja þarf að upplýsingar um forsendur launaákvarðana séu aðgengilegar og teknar í samráði við starfsfólk.
Undirbúa þarf upplýsingagjöf um nýja þætti t.d. launaþróun starfsfólks eftir fæðingarorlof.
Hvernig styður PayAnalytics við tilskipunina?
PayAnalytics hjálpar vinnustöðum að uppfylla tilskipunina með vönduðum greiningum á launamuni kynjanna á vinnustaðnum í heild og einnig fyrir hópa.
Lausnin hjálpar vinnustöðum að meta störf á hlutlausan máta.
PayAnalytics hjálpar til við skýrslugjöf og að búa til aðgerðaráætlanir til þess að loka launabilum innan hópa sem og í heild.
PayAnalytics sýnir þér hvaða áhrif nýráðningar, tilfærslur í starfi og launahækkanir hafa á launabilið og hjálpar þér að skilja launastrúktúr fyrirtækisins betur.
Viltu vita meira um hvernig PayAnalytics getur hjálpað þér að að uppfylla kröfur tilskipunarinnar? Bókaðu fund með sérfræðingunum okkar, okkur finnst alltaf gaman að sýna hugbúnaðinn og svara spurningum.
Upplýsingum sem fram koma á þessari síðu er ekki ætlað að koma í stað lagalegs álits. Þessari samantekt er eingöngu ætlað að veita almenna innsýn. Við bendum á að þær upplýsingar sem fram koma, hvort sem um lagaleg atriði eða annað er að ræða, gætu hafa breyst.