Evróputilskipun um gagnsæi í launum | Sækja rafbók hér.
Hvað er jafnlaunavottun? Helstu spurningar og svör
Þessi grein hefur verið uppfærð. Sjá Hvað felst í jafnlaunavottun?
Jafnréttislögin kveða á um að fyrirtæki og stofnanir þar sem 25 eða fleiri starfa, sé skylt að öðlast jafnlaunavottun. Tilgangur þessara laga og ákvæða um jafnlaunavottun er að styðja við launajafnrétti og draga úr kynbundnum launamun.
Hvað er jafnlaunavottun?
Jafnlaunavottun er nafn yfir það ferli sem felst í því að óháður vottunaraðili tekur út skipulag og rekstur jafnlaunakerfis fyrirtækis eða stofnunar. Jafnlaunavottun til fyrirtækja og stofnana, felur í sér niðurstöðu úttektar vottunaraðila á jafnlaunakerfi fyrirtækis eða stofnunar og í kjölfarið veitir Jafnréttisstofa viðkomandi leyfi til notkunar á jafnlaunamerkinu í markaðsstarfi fyrirtækis eða stofnunar.
Hvað er jafnlaunakerfi?
Árið 2012 var gefinn út jafnlaunastaðall, sem fékk nafnið ÍST-85 - Jafnlaunakerfi.
Samkvæmt staðlinum skulu fyrirtæki og stofnanir flokka störf eftir þeim kröfum sem störfin gera til starfsfólks. Þau viðmið sem eru notuð við flokkunina eru á valdi fyrirtækjanna og stofnanna en þau skulu þó byggja á málefnalegum forsendum.
Fyrirtæki og stofnanir stýra einnig hvort og að hve miklu leyti jafnlaunakerfið tekur mið af einstaklingsbundnum þáttum starfsfólksins sjálfs, umfram þá þætti sem snerta starfið.
Staðallinn gefur fyrirtækjum og stofnunum talsvert frelsi til að stýra því að hve miklu leyti jafnlaunakerfið er aðlagað að starfsemi og aðstæðum hvers og eins. Það sem skiptir þó mestu er að viðmið og skilgreiningar byggi á málefnalegum grunni og þannig er tryggt að ekki sé mismunað á grundvelli kynferðis.
Hvað felst í vottun?
Vottunaraðili fer yfir jafnlaunakerfi fyrirtækis eða stofnunar og tryggir að það uppfyllir þær kröfur sem settar eru fram í staðlinum ÍST 85. Ef svo er staðfestir vottunaraðili að jafnlaunakerfið og launaákvarðanir í fyrirtækinu eða stofnuninni byggi á málefnalegum grunni og feli ekki í sér kynbundna mismunum.
Jafnlaunavottun er gefin út til þriggja ára í senn og þarf þá að endurtaka vottunarferlið. Með því er tryggt að jafnlaunakerfið standi af sér breyttar áherslur og málefnalegar ástæður séu áfram til staðar við launaákvarðanir.
Hver er ávinningur fyrirtækja og stofnana?
Launaákvarðanir fylgja fyrirfram settum viðmiðum og verklagi. Tekið er mið af þeim þáttum sem fyrirtæki og stofnanir hafa skilgreint að skipti máli við launamyndun. Launaákvarðanir eru skjalfestar og greiningar eru gerðar á launum sem leiða stöðu og árangur fyrirtækis eða stofnunar í ljós. Auðveldara er að rökstyðja launaákvarðanir og fullvissa starfsfólk um að launasetning sé réttlátt.
Hver er ávinningur starfsfólksins?
Með vottuðu jafnlaunakerfi eykst traust starfsfólks á því að faglegar og málefnalegar ákvarðanir liggi að baki ákvörðunum um hvað eigi að borga í laun. Gagnsærra launakerfi og fyrirfram skilgreind umgjörð um hvað það er sem skiptir máli við launaákvarðanir eykur traust starfsfólks til fyrirtækis eða stofnunar. Jafnlaunavottun staðfestir svo að óháður aðili votti að launaákvarðanir séu teknar af málefnalegum ástæðum en ekki hentugleika.
Þýðir vottun að ekki sé kynbundinn launamunur?
Nei, jafnlaunavottun þýðir að til sé kerfi sem útskýri launaákvarðanir og að þær byggi á málefnalegum grunni. Markmiðið með lögunum er að minnka kynbundinn launamun og er það hluti vottunar að staðfesta að áætlun sé fyrir hendi um hvernig það verði gert.
Hvaða “leikreglur gilda um mitt fyrirtæki?
Stærstu fyrirtækin og stofnanir, þar sem starfa fleiri en 150, höfðu frest til ársloka 2020 til þess að öðlast jafnlaunavottun. Fyrirtæki þar sem starfa á bilinu 90-149 hafa frest út árið 2021 til þess að öðlast vottun og smærri fyrirtækin þar sem starfa 25-89 hafa út árið 2022 til þess að öðlast vottun.
Hvað er jafnlaunastaðfesting?
Með nýjustu breytingum á jafnréttislögum frá desember 2020 er fyrirtækjum og stofnunum þar sem starfa 25-49, boðið uppá jafnlaunastaðfestingu í stað jafnlaunavottunar. Jafnlaunastaðfesting er staðfesting Jafnréttisstofu á að smæstu fyrirtækin starfræki jafnlaunakerfi þar sem störf eru flokkuð og viðmið tilgreind á máta þar sem ekki sé mismunað eftir kynferði.
Hvernig styður PayAnalytics við jafnlaunavegferð míns fyrirtækis eða stofnunar?
Í öllum tilvikum, hvort sem um er að ræða jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu þarf að liggja fyrir greining á launum og mælingar á kynbundnum launamun.
PayAnalytics býður uppá lausn sem mælir og bregst við kynbundnum launamun:
- Leggur til breytingar á launum þess starfsfólks sem helst hefur áhrif á kynbundinn launamun.
- Gefur ráð um launasetningu við nýráðningar og breytingar á störfum til að tryggja að árangur fyrirtækis eða stofnunar í launajafnrétti haldist.
- Greinir þá þætti sem helst útskýra mun á launum karla og kvenna. Verkefnin sem ráðast þarf í við að minnka þann mun verða hnitmiðaðri.
- Býður upp á sérstakar greiningar á launamun undirhópa, t.a.m skipulagsheilda eða starfahópa.
PayAnalytics lausnin nýtist einnig vel til þess að greina og setja fram launagögn:
- Birtir á skýran myndrænan hátt þá þætti sem hafa áhrif á laun og launamyndun,
- Býður upp á greiningu á launum innan, og á milli, skipulagsheilda, starfahópa eða hverra þeirra bakgrunnsþátta sem kunna að hafa áhrif á laun.
Upplýsingum sem fram koma á þessari síðu er ekki ætlað að koma í stað lagalegs álits. Þessari samantekt er eingöngu ætlað að veita almenna innsýn. Við bendum á að þær upplýsingar sem fram koma, hvort sem um lagaleg atriði eða annað er að ræða, gætu hafa breyst.